Eldvarnaeftirlit

Eldvarnaeftirlit

Eldstoðir ehf. gera tilboð í eldvarnaeftirlit hjá ykkar sveitarfélagi. Með því sparast umtalsverðar upphæðir við að uppfylla kröfur og reglugerðir um brunamál.

Auk hefðbundins eftirlits og kröfubréfa leggja starfsmenn sig fram um að leiðbeina fólki og benda því á hagkvæmar leiðir til að ná lágmarks eldvörnum.

Eldstoðir ehf. hafa samið við nokkur sveitarfélög um eldvarnaeftirlit. Eftirlitið felst í því að starfsmenn fyrirtækisins annast eldvarnaskoðanir í mannvirkjum á starfssvæðum viðkomandi slökkviliða. Slökkviliðsstjóri sér um eftirfylgni krafna. Tíðni skoðana er ekki sjaldnar en kveðið er á um í reglugerðum. Farið er í öll skoðunarskyld mannvirki, hvort heldur er í þéttbýli eða dreifbýli.

Skoðunarmenn leggja sig fram um að útskýra fyrir eigendum og notendum mannvirkja hvað það er sem þarf að lagfæra, uppfylli mannvirki ekki lágmarkskröfur brunavarna. Starfsmenn Eldstoða færa skoðanir inn í Erpur sem er sérhannað kerfi fyrir eldvarnaskoðanir og þróun aðgerða í framhaldi af þeim.

Það er ljóst að þau sveitarfélög sem Eldstoðir hafa samið við hafa með samningunum náð að uppfylla kröfur sem gerðar eru til þeirra um tíðni og gæði eldvarnaskoðana. Það er einnig ljóst að sveitarfélögin spara umtalsverða upphæð með þessu móti.

Eldstoðir sjá um eldvarnaeftirlit á eftirtöldum þjónustusvæðum slökkviliða:

  • Slökkvilið Snæfellsbæjar
  • Slökkvilið Grundarfjarðar
  • Brunavarnir Stykkishólms og nágrennis
  • Slökkvilið Dalabyggðar
  • Slökkvilið Reykhólahrepps
  • Slökkvilið Skagastrandar
  • Brunavarnir Austur-Húnavatnssýslu
  • Slökkvilið Langanesbyggðar

Nokkur sveitarfélög til viðbótar hafa sýnt áhuga.

View Larger Map

 

 

Leave a Reply