Johstadt dælufyrirtækið er eitt elsta framleiðslufyrirtæki dælna í Evrópu stofnsett í byrjun síðusu aldar. Eftir aðskilnað Þýzkalands eftir stríð lenti fyrirtækið austanmegin og var þá framleiðslan að mestu notuð fyrir hin svokölluðu Austantjaldslönd. Eftir fall múrsins og sameiningar austur- og vestur Þýzkalands var verksmiðjan byggð upp svo að segja frá grunni, öll framleiðslan endurhönnuð samkvæmt nýjustu tækni sem hefur skilað sér í frábærri vöru en samt á samkeppnishæfu verði.
Meðal nýjunga er sjálfvirk lofttæming (priming) á öllum véldrifnum dælum þeirra, þessi búnaður er viðhaldsfrír og mjög einfaldur að gerð.
Boðið er upp á dælur frá 500 l mín (beranlegar) og upp úr í lítrafjölda bæði bensín og diesel en lítrafjöldi er ávallt miðaður við 8 bar þrýsting og 3 m. soghæð frá vatnsbóli.