Umræða um hjálma Eldstoða ehf.
Á Þingi slökkviliðsstjóra í mars 2011 átti sér stað umræða um hjálma sem hafa verið til sölu hjá Eldstoðum ehf.
Í umræðunni héldu starfsmenn Mannvirkjastofnunar því fram í samtölum við nokkra slökkviliðsstjóra að Eldstoðir hefðu selt slökkviliðum hjálma sem uppfylltu ekki Evrópustaðla og að fyrirtækið hefði selt notaða hjálma. Nokkrir slökkviliðsstjórar hafa staðfest þessi ummæli í samtölum við starfsmenn Eldstoða.
Í framhaldinu sendu Eldstoðir forstjóra Mannvirkjastofnunar athugasemdir vegna þessara ummæla.
Í svarbréfi forstjóra Mannvirkjastofnunar kveðst hann hafa upplýst starfsmenn stofnunarinnar um að Eldstoðir ehf. hafi einungis selt hjálma slökkviliðsmanna sem uppfylla kröfur viðeigandi Evrópustaðla.
Þá tók forstjórinn það fram að stofnunin teldi Eldstoðir ehf. hafa sérþekkingu á sviði málefna slökkviliða og að hann vonist eftir sem bestu samstarfi við fyrirtækið varðandi málefni brunavarna og slökkviliða á landinu.
Ennfremur tók hann sérstaklega fram að Hjálmurinn PAB FIRE HT Composite uppfyllir staðalinn: EN 443/2008.
Meðal þess sem Eldstoðir hafa upp á að bjóða
Háþrýst froðu slökkvidæla. Lausar dælur, bæði bensín- og dieselknúnar. Slöngur.
Hjálmar af ýmsum gerðum. Björgunartæki. Stútar o.fl o.fl.
Fyrirtækið getur útvegað nánast allt sem snýr að slökkviliðum, t.a.m. slökkvibifreiðar og ýmsan annan tækjabúnað.
Eldstoðir sinna eldvarnaeftirliti fyrir sveitarfélög víða um land.